Já ég veit að það eru allir löngu búnir að sjá Matrix Reloaded en loksins drullaðist ég nú á þessa mynd í gærkvöldi með félaga mínum í liðinu. Þetta er flott mynd en maður verður stundum bara óþolinmóður þegar þeir eru að babla eitthvað um hvernig þetta er og varð allt saman til og bla bla bla. Ég vildi bara sjá fólk berjast og slást því bardagasenurnar eru ótrúlega flottar í þessari mynd. Þessi mynd fær 4 bardaga af fimm bardögum mögulegum og býð ég spenntur eftir framhaldinu í þessari vitleysu allri.
Eftir mjög rólega æfingu í gær fórum við nokkrir út við hafið að reyna ná okkur í smá sól í kroppinn og við mættum með handklæðið og stuttbuxurnar. Það er þannig hér að fólk fer út við sjóinn og leggur sig í klettana og sleikir sólina og stekkur í sjóinn sem er alveg ógeðslega kaldur og við lögðum ekki í það á þessum degi. Við vorum búnir að vera þarna í svona einn og hálfan tíma þegar það kom bara þetta risaský sem fór bara ekki og þar með var sú ferð eyðilögð :(
Höttur vann Leikni á Villapark og vonandi eru þeir komnir á sigurbraut aftur enn riðillinn er jafn og spennandi þar sem allir vinna alla en vonandi spýta mínir menn í lófana og vinna þetta !!
Veðrið hefur batnað heilmikið hérna og nú fer hitastigið bara ekki niður fyrir 20 stig og það er ekkert nema gott um það að segja.
Þangað til næst hafið það gott
P.s skrifið endilega í gestabókina þegar þið kíkið við hérna
:: Hjalmar 6/28/2003 [+] ::
::
...
:: fimmtudagur, júní 26, 2003 ::
Sælt veri fólkið
Já í kvöld var spilað við Norrköping í bikarnum og fórum við með sigur af hólmi 2-0. Spilaði allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar og lagði upp fyrra markið. Mér leyfist að segja að við hefðum getað unnið stærra í kvöld en það gekk því miður ekki í þetta skipti enda það eina sem skiptir máli er að vinna skiptir ekki máli hvernig. Fékk því miður ekki að spila á móti Gumma Mete þar sem hann var kvefaður eða meiddur veit ekki alveg en hann var allavega ekki með.
Næsti leikur er á mánudaginn við Enköping og við verðum hreinlega að vinna þann leik ef við ætlum ekki að vera í einhverjum vandræðum. Er mjög þreyttur núna og hef svo sem ekki mikið meira að segja í þetta sinn.
Fékk góð viðbrögð eftir að hafa skrifað síðast og því hef ég ákveðið að skrifa eitthvað aftur hérna aðeins einum degi eftir að ég skrifaði síðast. Þetta er ótrúlegt. Það er nú svo sem ekki mikið í fréttum en við eigum að spila leik í bikarnum á morgun á móti Norköping og þar mæti ég íslendinginum Guðmundi Mete. Við ætlum okkur að sjálfsögðu áfram þar og ef við spilum okkar leik þá eigum við að sigra þá.
Gamall bekkjarfélagi minn hann Friðrik Jensen Karlsson var hér hjá mér í gær og kom hann frá Kaupmannahöfn þar sem hann leggur stund á nám í lyfjafræði. 'Eg hef nú ekki séð drenginn eiginlega síðan í 10 bekk eftir að hann fluttist til Reykjavíkur en gaman að fá drenginn í heimsókn þó ekki hafi hún verið löng, ja sona 6 klukkutímar.
Ekki nógu ánægður með mitt lið á Egilsstöðum þar sem þeir eru eitthvað að gefa sig og hafa tapað 2 leikjum í röð í deildinni. Strákar fara hysja upp um sig buxurnar og gera eitthvað af viti. Þeir eru nú reyndar að fá einhvern liðstyrk frá Danmörku og vonandi að það verði vítamínssprauta í eyrað fyrir Hattarmenn. Las það síðunni hans Péturs Handbolta að dómarinn hann Dáni hafi átt kartöflugras leik og dæmt eins og honum er einum lagið en hann hefur sennilega bara átt "down" leik :)
Ánægður er ég þó með fyrrum félaga mína í Keflavík þar sem þeir eru komnir á toppinn aftur í 1 deildinni eftir að hafa unnið Haukana í gær og Leiftur/Dalvík þar á undan. Við þá segi ég kíp öp ðe gúdd vörk !!!
Endilega skrifið í gestabókina ef þið lýtið við hérna á síðunni.
Fleira var það ekki að sinni hafið það gott.
:: Hjalmar 6/25/2003 [+] ::
::
...
:: mánudagur, júní 23, 2003 ::
Sælt veri fólkið
Jæja best að skrifa eitthvað hérna af viti. Ef við byrjum á fótboltanum þá hef ég verið í liðinu í síðustu tveimur leikjum og gengið fínt bara. Við tókum á móti Örebro og sendum þá heim aftur með 4 boltamerki (adidas) á rassgatinu þar af voru þrjú þeirra eftir aðeins 9 mínútur !! Spilaði fínt bara og liðið var að spila glimrandi bolta og já við hefðum getað unnið stærra. Í kvöld mættum við Sundsvall og endaði það 1-1 í leik sem við áttum að vinna. Spiluðum á köflum glimrandi í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora mark þar en það tókst því miður ekki. Spilaði vinstri bakvörð í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik spilaði ég miðvörð og þetta gekk bara ágætlega en ég er drullusvekktur með að við skyldum ekki fara með sigur af hólmi :( Samt sem áður er gott að vera kominn í baráttuna þar sem maður vill vera og þar ætla ég að vera áfram og ekkert helvítis væl.
Helgin var fín þar sem hún byrjaði með smá "road trip" heim til eins félaga míns í liðinu þar sem var fagnað miðsumari eins og það myndi kallast á íslensku. Keyrðum í næstum fimm tíma til einhvers afskekktasta stað í landinu held ég og þá hef ég nú komið á skrýtna staði heima á 'Islandi eins og til dæmis Eskifjörð og sona staði ;) Svo var brunað aftur heim og farið á tónleika með engum öðrum en rokkaranum Bruce Springsteen ásamt 57000 örðum og það var þvílík stemmning og hann er ekkert smá góður því hann var með þvílíkt show !!! Hef ekki áður heyrt og séð 57000 syngja Twist and Shout sem er þó ekki eftir hann eins og glöggir menn vita sem var hans síðasta lag á tónleikunum. Það var nefnilega þannig að hann kom hingað 1985 og var með tónleika og þegar hann tók þetta lag þá fór völlurinn í klessu því það hoppuðu allir svo mikið. Þetta gekk þó ekki upp í þetta skiptið og völlurinn hélt sem betur fer því þarna spilum við okkar stóru leiki.
Að lokum vil ég þakka þeim sem lesa þetta enn og fara inn á þetta blogg ennþá í þeirri góðu von um að "vona að hann sé búinn að skrifa eitthvað skemmtilegt" eða "ætli djöfulsins hálfvitinn sé búinn að skrifa eitthvað þarna, best að ég kíki einu sinni enn" eða "þetta er í síðasta skiptið sem ég kíki þarna og svo er ég hættur eða hætt". Endilega skrifið í gestabókina þó ég þekki ykkur ekki verið ekkert feimin. Einnig vil ég þakka þeim sem hafa skrifað í gestabókina og þeir fá koss frá mér eða íslenskan harðfisk frá hraðfrystihúsi Eskifjarðar að launum ;)
Þangað til næst hej do
:: Hjalmar 6/23/2003 [+] ::
::
...