Ég sendi félaga mínum honum Gummó nokkrar spurningar með pósti og hér koma svör hans við þeim hér fyrir neðan.
Nú hefur þú oft verið kosinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins hvernig höndlaru þá gífurlegu pressu ?? Er þetta ekki soldið pirrandi að vinna þetta svona ár eftir ár ??
Jú andskotinn hafi það maður þetta er alveg ótrúlegt helvíti maður er bara ekki látinn í friði og það eru ekki bara stelpurnar get ég sagt þér !! Það er svo sem ekkert mál að höndla pressuna en þegar maður er að fá blóm og nærbrækur og sona send heim til sín þá er þetta nú einum of mikið sko.
Nú hefur þú verið talinn mjög hress og skemmtilegur maður. Hvert er leyndarmálið eiginlega, hvað gerir maður til að vera svona skemmtilegur ??
Ja ég veit það eiginlega ekki. Ég hangi oft heima bara og er á netinu og fer mjög sjaldan út að skemmta mér og svo hef ég eignast marga og skemmtilega vini í gegnum frímerkjasöfnunina sem hefur gefið mér mikið gildi. Ég vil helst bara vera einn og sona fara í göngutúra æ ég veit eiginlega ekki.
Nú hefur golfið og fótboltinn átt hug þinn allan síðan já eiginlega þú fæddist en aðallega fótboltinn hvað kom til ??
Nei þetta er hinn mesti misskilningur !!! Mér hefur alltaf fundist fótboltinn hundleiðinlegur og ég byrjaði bara í honum þegar ég sá að ég átti mér enga framtíð í skákinni. Það var bara of erfitt að hugsa sona mikið þannig að ég ákvað að fara í eitthvað sem var ekki alveg sona erfitt. Ég er ekki að segja að ég sé heimskur en bara þú veist hvernig þetta er með skákina. Ég lærði aldrei manngangin almennilega og svo gleymdi alltaf að slá á klukkuna þegar ég var búinn að gera og féll því alltaf á tíma og tapaði. Golfið var bara svo skemmtilegt vegna þess að við félagarnir tókum alltaf bjór með okkur og spiluðum alltaf síðustu holuna naktir en ég get ekkert í golfi samt.
Nú hefur þú haldið eitt og annað partýið í gegnum tíðina þrátt fyrir að eiga ekki marga vini. Eru þetta róleg partý með frímerkjafélögunum eða einhverjum öðrum þá ???
Einhverra hluta vegna þá fara þessi partý út í algjört rugl ég veit ekki af hverju en mörg þeirra hafa verið algjör steypa. Oftast býð ég bara frímerkjafélögum mínum í partý en svo koma þessir brjálðu fótboltafélagar mínir og eyðileggja allt þannig að frímerkjafélagar mínir fara bara. Þetta er bara alveg óþolandi !!!!
Nú hefur þú búið á nokkrum stöðum á lífsleiðinni. Hver þeirra hefur haft mest áhrif á líf þitt hingað til ??
Ég myndi segja Egilsstaðir og Hafnarfjörður sennilega því þar var einn maður sem ég kynntist sem bara ruddist inn í líf mitt alveg hundleiðinlegur andskoti sem kom alltaf og horfði á fótbolta heima hjá mér og drakk bjór eins og andskotinn sjálfur. Þegar þetta var að verða of mikið þá bara fékk ég bara ógeð af honum og flutti til Hafnarfjarðar. En viti menn þá flytur þessi andskoti til Keflavíkur og kemst að því hvar ég bý í Hafnarfirði og er því aftur kominn inn í líf mitt og í þetta skipti varð það ennþá verra. Hann leiddi mig í ýmsar ógöngur sem ég hefði annars ekki lennt í hefði þessi maður ekki ruðst inn í líf mitt. Þess vegna eru þetta áhrifamestu staðir í mínu lífi í neikvæðri merkingu !!!
Hér koma svo stuttar spurningar þar sem valið er á milli tveggja hluta.
Bjór eða Brennivín ? Bæði en þó aðallega bjór
Fótbolti eða Golf ? Bæði en bara golf þegar við spilum naktir og með bjór
Egilsstaðir eða Hafnarfjörður ? Bæði jafn slæmt vegna truflunar í lífi mínu af algjörum fávita
1,25 kg lóð eða Thule í frystinum ? Bæði því það er jafn fyndið og sérstaklega þegar Rabbi fékk lóðið í andlitið í staðinn fyrir Thule
Brotinn eða óbrotinn gítar ? Brotinn því það er miklu fyndari saga !!!
Klósettpappír eða raksápa ? Hvorugt því það er alveg jafn erfitt að þrífa upp eftir hálfvita
Þunnur eða þreyttur ? Þunnur því maður verður ekki bara þreyttur eftir fyllerí :)
Ég vil þakka honum frábæra félaga mínum fyrir þetta viðtal sem hann átti að sjálfsögðu engan þátt í en vonum að hann verði ekki svekktur með þetta sem ég held að hann verði ekki. Þetta er ekki allt uppspuni frá rótum og það er einhver sannleikur í þessu og þeir sem þekkja hann vita hvað er satt og ekki. En það mesta er þó uppspuni.
Gummó er kóngurinn !!!!
:: Hjalmar 7/10/2003 [+] ::
::
...
:: miðvikudagur, júlí 09, 2003 ::
Já hæ
Jæja við töpuðum á mánudaginn fyrir AIK 2-0 og það var bara mjög slæmt í alla staði. Ég spilaði ekkert og fékk meira að segja sitja á rassgatinu upp í stúku sem 17 maður !! Get ekki annað en lýst furðu minni með þessa ákvörðun þjálfarans. Í þeim fjórum leikjum sem ég spilaði unnum við 3 og eitt jafntefli og fengum á okkur eitt mark. Er samt ekki að segja að það sé mér að þakka en einhvern þátt hef ég átt í þessum úrslitum en það hefur greinilega ekki verið nóg og ég ekki náð að sannfæra þjálfarann. Maðurinn sem tók mína stöðu var svo rekinn útaf. Spennandi að sjá hvort maður fær tækifæri í næsta leik !!??
Annars erum við í smá fríi núna og það eru heilir 4 dagar og maður er bara að taka því rólega og reyna að hugsa ekki um fótbolta sem er reyndar frekar erfitt. Þannig að nú fer maður bara og sólar sig aðeins og reynir að fá smá brúnku í kroppinn og tekur með sér bók eða eitthvað og slappar af.
Kef tók Njarðvík sannfærandi 5-2 í derbyinu og í hinu derbyinu á Seyðis tapaði Höttur fyrir Huginn sem er mjög dapurt. Sáttur við að Kewelinn ætli að ganga til liðs við Liverpool ;)
Eftir að hinni geysivinsælu holu Orminum var lokað hafa menn heldur betur tekið við sér á Héraðinu og nú opnar bara bar næstum því í hverri viku. Spurning hvernig þetta endar allt saman. Skál !!!
Meira hef ég ekki að segja að sinni eiginlega. Hafið þið það gott.
:: Hjalmar 7/09/2003 [+] ::
::
...
:: sunnudagur, júlí 06, 2003 ::
Já hæ
Ekki hefur nú gerst neitt merkilegt síðan ég skrifaði síðast. Það hefur bara verið æft og svo ekki gert neitt af viti þar á milli. Leikur á morgun við AIK og það verður eflaust hörkuleikur þar sem við ætlum að sjálfsögðu að vinna. Var reyndar að koma af hinni ÓTRÚLEGU mynd Charlies Angels og hún fær nú ekki mörg rassgöt en það var samt nóg af þeim í þessari mynd. Hér með ætla ég að lýsa því yfir að Cameron Diaz er með fallegasta afturenda sem ég hef séð. (mamma ef þú lest þetta þá vona ég að þú sért ekki hneyksluð ;) En allavega þá fær hún (Cameron Diaz) fimm afturenda af fimm mögulegum.
Mínir menn í Hetti gerðu góða ferð á Djúpavog og sigruðu 5-0 og vonandi að þeir svífi nú ekki á einhverjum skýjum eftir það því það er nóg af leikjum eftir og hörð barátta. Þeir eru búnir að fá þrjá "Bauna" plús "gamlan" Sólvallamann Hafþór Atla að nafni og þetta styrkir þá eflaust.
Keflvíkingar eru þessa stundina að spila við Njarðvík í derby leiknum og ég held að Keflavík sé að vinna og það er nú eins gott fyrir þá.
Annars er það nú eiginlega ekki meira að sinni en eftir leikinn eigum við heila fjóra daga í frí og ég hef ákveðið að eyða þeim hér í Svíþjóð þar sem þetta er of stuttur tími til að koma heim, sorry my friends.
Þangað til næst hej do
P.s endilega kommentið þið mitt álit á afturenda valinu og komið með betri uppástungur ef þið hafið þær þá !!
:: Hjalmar 7/06/2003 [+] ::
::
...